Dýrfinna hópurinn

Um okkur

Dýrfinna eru félagasamtök sem hjálpar týndum gæludýrum og eigendum þeirra, til dæmis með því að fara og lesa af örmerki dýra sem líklega eru týnd og vera með fræðslu til að auka réttar skráningar á dýrum í landlæga gagnagrunna. Dýrfinna þróar smáforrit til að skrá gæludýr, finna týnd dýr og veita upplýsingar um ábyrgt gæludýrahald. Smáforritið mun auðvelda fólki að skrá dýrin sín, auglýsa þau týnd og athuga hvort laus dýr í hverfinu hafi verið auglýst týnd.

Teymið

Guðfinna Kristinsdóttir

Stofnandi Dýrfinnu, stjórnandi Hundasamfélagsins og lærð í hegðun týndra dýra frá Missing Animal Response í Bandaríkjunum. Hefur síðan 2016 veitt ráðgjöf og skipulag við leitir ásamt því að gera auglýsingar fyrir eigendur týndra hunda.

Anna Margrét Áslaugardóttir

Freyja Frekja Kjartansdóttir

Áratuga reynsla á gæludýrum og gæludýravörumarkaði á Íslandi. Hefur reynslu og þekkingu á tækjabúnaði sem nýtist við leitir, eins og t.d. nætursjónaukar, hreyfimyndavélar, uppsetningu fellibúra og fleira. Mikil þekking þegar kemur að greiningu á beinum og sporum, ásamt reynslu og þekkingu á hegðun týndra dýra. 
-Hefur lokið námskeiði í skyndihjálp dýra.

Sandra Ósk Jóhannsdóttir

BSc í sálfræði. Býður upp á áfallahjálp að kostnaðarlausu fyrir eigendur týndra dýra þegar dýr finnst látið eða finnst ekki.  Hefur lokið námskeiðum hjá Rauða Krossi Íslands í bæði sálrænum stuðningi og sálrænni fyrstu hjálp. 
– Með umsjón samfélagsmiðla ásamt auglýsingagerð, kortagerð og almennu umhaldi á vísbendingum sem berast við skipulagða leit að týndum hundum.

Eygló Anna Ottesen

Eygló Anna Ottesen

Hefur mikla reynslu af leitum á hundum og hegðun þeirra. Er einnig með margra ára reynslu af hestamennsku. Er með reynslu og þekkingu í að spora með hund sem nýtist í leitum að týndum hundum. Hefur lokið námskeiði í skyndihjálp dýra.
– Hefur umsjón með samfélagsmiðlum og almennu umhaldi á vísbendingum sem berast við leitir á vegum Dýrfinnu.

Elín Ósk Blomsterberg

Elín Ósk Blomsterberg

Mikil reynsla af skipulagðri leit að týndum hundum.  Veruleg þekking og reynsla á hegðun týndra gæludýra. 
– Hefur lokið námskeiði í skyndihjálp dýra.

Ragnheiður Lilja Maríudóttir

Ragnheiður Lilja Maríudóttir

Mikil reynsla af skipulagðri leit að týndum hundum ásamt kortagerð af helstu vísbendingum sem berast við
skipulagða leit. Veruleg þekking og reynsla á hegðun týndra gæludýra. Hefur reynslu á uppsetningu fellibúra og hreyfimyndavéla. 
– Hefur lokið námskeiði í skyndihjálp dýra.