Dýrfinna eru félagasamtök sem vinnur saman að hjálpa týndum gæludýrum að komast aftur heim. Við lesum örmerki þeirra sem hafa fundist, deilum fræðslu og vinnum að því að bæta skráningu dýra í gagnagrunna svo hægt sé að finna eigendur fyrr og öruggar.
Dýrfinna þróaði einnig smáforrit til að skrá gæludýr, finna týnd dýr og veita upplýsingar um ábyrgt gæludýrahald. Smáforritið auðveldar fólki að skrá dýrin sín, auglýsa þau týnd og athuga hvort laus dýr í hverfinu hafi verið auglýst týnd.
Stofnandi Dýrfinnu, stjórnandi Hundasamfélagsins og lærð í hegðun týndra dýra frá Missing Animal Response í Bandaríkjunum. Hefur síðan 2016 veitt ráðgjöf og skipulag við leitir ásamt því að gera auglýsingar fyrir eigendur týndra hunda.
Starfar á dýraspítala og er að læra dýrahjúkrun hjá Australian College of Veterinary Nursing. Hefur mikla reynslu af hegðun týndra dýra, uppsetningu fellibúra og hreyfimyndavéla ásamt greiningu á sporum og beinum.
– Með umsjón samfélagsmiðla
Áratuga reynsla á gæludýrum og gæludýravörumarkaði á Íslandi. Hefur reynslu og þekkingu á tækjabúnaði sem nýtist við leitir, eins og t.d. nætursjónaukar, hreyfimyndavélar, uppsetningu fellibúra og fleira. Mikil þekking þegar kemur að greiningu á beinum og sporum, ásamt reynslu og þekkingu á hegðun týndra dýra.
-Hefur lokið námskeiði í skyndihjálp dýra.
BSc í sálfræði. Býður upp á áfallahjálp að kostnaðarlausu fyrir eigendur týndra dýra þegar dýr finnst látið eða finnst ekki. Hefur lokið námskeiðum hjá Rauða Krossi Íslands í bæði sálrænum stuðningi og sálrænni fyrstu hjálp.
– Með umsjón samfélagsmiðla ásamt auglýsingagerð, kortagerð og almennu umhaldi á vísbendingum sem berast við skipulagða leit að týndum hundum.
Hefur mikla reynslu af leitum á hundum og hegðun þeirra. Er einnig með margra ára reynslu af hestamennsku. Er með reynslu og þekkingu í að spora með hund sem nýtist í leitum að týndum hundum. Hefur lokið námskeiði í skyndihjálp dýra.
– Hefur umsjón með samfélagsmiðlum og almennu umhaldi á vísbendingum sem berast við leitir á vegum Dýrfinnu.
Mikil reynsla af skipulagðri leit að týndum hundum. Veruleg þekking og reynsla á hegðun týndra gæludýra.
– Hefur lokið námskeiði í skyndihjálp dýra.
Mikil reynsla af skipulagðri leit að týndum hundum ásamt kortagerð af helstu vísbendingum sem berast við
skipulagða leit. Veruleg þekking og reynsla á hegðun týndra gæludýra. Hefur reynslu á uppsetningu fellibúra og hreyfimyndavéla.
– Hefur lokið námskeiði í skyndihjálp dýra.