Flóki 6 mánaða hvolpur týndur í 56 tíma!

Flóki er rétt rúmlega 6 mánaða gamall bordercollie blendingur sem var á fósturheimili Dýrahjálpar íslands, hann varð viðskila við fósturfjölskyldu sína á lausagöngu á hundasvæðinu í Paradísardal laugardaginn 13. Nóvember um kl 14. Um leið og það kemur í ljós að hann er ekki að fara að finnast innan skamms tíma þá er blásið til leitar, sendar út auglýsingar á samfélagsmiðlum og stofnað leitarspjall. Vonsku veður var á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma og gul viðvörun í gildi með vindi frá 15-23 metrum á sekúndu, hvorki Hundasveitin né sjálfboðaliðar létu það á sig fá og leituðu langt fram á laugardagskvöld en án árangurs.

Grillað við inngang Paradísardals

Sunnudagurinn var tekinn snemma og var fólk byrjað að leita í birtingu, um hádegið var grillað við innganginn í Paradísardal ef ske kynni að Flóki myndi renna á lyktina, rætt var við alla hundaeigendur sem áttu leið inní dalinn og fólk beðið um að hafa samband ef það kæmi auga á Flóka. Enn bættist í mannskapinn þennan dag og voru fjölmargir sjálfboðaliðar annaðhvort að ganga dalinn, ganga Hólmsheiðina eða keyrandi í kringum svæðið.

Engar vísbendingar höfðu borist svo við höfðum ekki hugmynd um hvar hann Flóki væri eða hversu langt hann hefði farið en miðað við aðstæður og veðrið var líklegast að hann væri í felum.

Flóki

Það var svo rétt um það leiti sem myrkrið skall á á sunnudaginn að sjálfboðaliði með hund fann Flóka í hnipri í laut undir grenitré, Flóki hljóp því miður í burtu frá þeim eins og hætta er á en þarna vissum við að hann var á þessu svæði við enda Paradísardals og byrjunar á Hólmsheiði. Eygló og Sandra frá Hundasveitinni voru á svæðinu og var strax blásið til línuleitar og grillað var á svæðinu en því miður án árangurs.

Nokkrir úr hundasveitinni og sjálfboðaliar höfðu leitað án pásu í átta klukkutíma þennan dag í vondu veðri og eiga heiður að!

Snemma mánudags morgun eru Freyja og Snæja mættar að leita ásamt fósturaðila og fleiri sjalfboðaliðum, það var mikið leitað og uppí 30 manns leituðu í marga klukkutíma í fjölbreytilegu veðri.

Það sem gerði þessa leit erfiða meðal annars var staðsetningin, það voru lausir hundar útum allt í nágrenninu enda hundasvæði rétt hjá og gerði það okkur erfitt að treysta á gelt eða spor.

Farið var að frysta og veðrið að stilla, við ákváðum að pása leit eftir myrkur og gefa Flóka séns á að færa sig aftur í rjóðrið þar sem hann fannst fyrst, búrið hans var sett upp á þeim stað þar sem hann stakk af og sjálfboðaliðar fengu smá frí.

Kort af svæðinu, efst er merkt þar sem Flóki týnist og neðst merkt þar sem Flóki fannst.

Það var svo um kl 20:30 á mánudagskvöldinu þegar skokkari kemur auga á Flóka fyrir utan Þór vinnuvélar í Krókhálsi og hringir í fósturfjölskyldu Flóka sem lætur hundasveitina og sjálfboðaliða vita. Ca korteri seinna er fósturpabbi Flóka mættur, sjálfboðaliðar og Anna frá hundasveitinni einnig. Leit byrjar á planinu hjá Þór vinnuvélum þar sem sporin hans Flóka voru rekin fram og til baka í snjónum en ekki var hægt að rekja í hvaða átt hann hljóp á endanum. Svo ákveðið var að fá fleiri á staðinn og kemba svæðið í kring enda mikið um felustaði á þessari lóð og lóðum í næsta nágrenni.

Það var svo um kl 21:30 sem Anna frá Hundasveitinni er að labba bakvið húsið og rekst á Flóka liggjandi í skjóli, Flóki stekkur af stað og hleypur í átt að bílastæðunum þar sem nokkrir sjálfboðaliðar stóðu ásamt Freyju frá Hundasveitinni, Anna nær að láta vita að Flóki sé að koma svo þau sjá hann strax, hann snýr við þegar hann sér Freyju en Anna er hinum megin svo hann fer í átt að Freyju aftur sem tekur uppá því ráði að horfa ekki á hann né kalla á hann. Freyja leggst flöt á bakið með hendina útrétta haldandi á puslu og segir „nammi“ , Flóki labbar rólega að henni og sest þétt uppvið Freyju sem er að gefa honum pulsu og á meðan nær að taka rólega utanum beislið hans. Fósturpabbi Flóka er fljótur á staðinn og urðu miklir fagnaðarfundir.

Flóki var heill heilsu fyrir utan að hafa grennst örlítið og var mjög svangur. Hann var eldhress og byrjaði strax að leika við hunda fóstur systir sína þegar heim var komið.

Yndislegur endir á erfiðri leit.  

Fagnaðarfundir
@dyrfinnais

Flóki was found after 56 hours, only 6 months old puppy 🥺❤️. #fypシ #dogrescue #foryoupage #xyzbca #zyxcba #hundasveitin

♬ original sound – dyrfinnais

Tvö tiktok video sem sýna aðstæður í leitinni vel

@dyrfinnais

♬ original sound – SunriseMusic