Lilli er ungur Miniature Pinscher rakki sem týndist frá Bjarkarási við Stjörnugróf 9 um kl. 22:00 föstudagskvöldið 16. apríl síðastliðinn.
Hann sást nokkrum sinnum um nóttina við Hreyfilshúsið og á brúnni frá skeifunni yfir í Fossvoginn en náðist ekki. Það hófst mikil leit en engar vísbendingar bárust. Í gærnótt var búrið hans sett við Stjörnugróf með mat og um morguninn þegar var komið að athuga með búrið kom hann hlaupandi og hoppaði upp í bíl hjá Þórunni sem er ræktandinn af Lilla.
Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar heim var komið eins og sést á meðfylgjandi myndbandi en Lilli er blautur, kaldur, svangur og þreyttur en að öðru leyti hress.